Geir slær varnagla

Geir H. Haarde slær ákveðinn varnagla þegar hann segir að velflestir ættu að geta staðið undir gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Hann viðurkennir, með hiki þó að því er virðist, að til sé fólk sem ekki eigi málungi matar og geti því ekki staðið undir gjaldtöku á sjúkrahúsum. Þess má því vænta tel ég að innan tíðar verði sett reglugerð þar sem tryggt verður að þeir sem verst standa geti alltaf leitað til heilbrigðisþjónustunnar. Ég ber fullt til Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum en tel jafnaðarmennina í Samfylkingunni til alls vísa, sbr. framgöngu kratanna sem sátu í heilbrigðisráðuneytinu á árinu 1991 til 1995. Framganga Sighvatar Björgvinssonar sem heilbrigðisráðherra var dæmafá og mátti líkja við skemmdarverk.

 

 


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband