Grægisgengið burt

Maðurinn er breyskur og freistingarnar víða. Ef græðgin væri ekki jafn óseðjandi púki og raun ber vitni, væri íslenska þjóðin ekki í jafn vondum málum og nú er raunin. Orsök þessa og afleiðing er spilling. Í sjálfu sér er góðra gjalda vert af þeim Akureyringum að vilja spillinguna burt, eins og sést á mynd af skilti mótmælenda. En það er fráleitt að vænta þjóðfélags án spillingar. Nær væri að hefja mannræktartilraunir sem hefðu að markmiði að útrýma grægðisgeninu. Og ég tel borna von að slíkt takist. Mannskepnan lærir fátt og gerir alltaf sömu mistökin aftur og aftur ef mannkynssagan er skoðuð, sem helgast af því hve gengamengi okkar er skelfilega ófullkomið.

 


mbl.is Þögul mótmæli á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband