Gjafmild Jóhanna

Þetta er fínt mál. Að vísu láta opinberir aðilar oft eitthvað af hendi rakna til góðgerðarsamtaka sem gjarnan starfa skv. þjónustusamningum við sveitarfélögin og ríkið. Fjárveitingar frá ríkinu eru ýmsum skilmálum háðar, enda segir í stjórnarskrá að heimild þurfi í lögum fyrir öllum greiðslum úr ríkissjóði. Málið er því alls ekki svo einfalt að Jóhanna Sigurðardóttir, í góðmennskukasti á messu heilags Þorláks, hafi ákveðið að sletta milljónum á báðar hendur í þau samtök sem nefnd eru í þeirri frétt sem bloggfærsla þessi er tengd við. Málið er hins vegar klætt í þann búning að Jóhanna sé gjafmildi ráðherrann. En Guð láti gott á vita. Við þurfum breytta forgangsröðun í þjóðfélaginu, nú þegar svo margir eiga á brattann að sækja.

 


mbl.is 5 milljónir til styrktar félaga- og hjálparsamtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband