23.12.2008 | 00:30
Ekki til einnar nætur
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir, að ekki standi til að gera neinar breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok janúar. Þar er ætlan flokksins að skýra sína eigin stefnu í Evrópumálum og komast að brúklegri niðurstöðu til framtíðar. Rétt er að hafa í huga að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingar, sagði í útvarpsviðtali á dögunum að samstarfi þeirra tveggja flokka sem nú mynda ríkisstjórn væri sjálfhætt ef niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins yrðu sú að Evópusambandsaðild kæmi ekki til greina. Ég tel því að Geir meti stöðuna þannig, að ef stjórnarsamstarfið er að renna út í sandinn taki því ekki að gera breytingar nú. Horfa þurfi langt fram í tímann - og tjalda til fleiri en einnar nætur
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |