21.12.2008 | 20:09
Kreppan verður djúp
Fróm eru orð spámannsins sem stýrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) um að ríkisstjórnir heimsins verði að auka útgjöld. Með slíku megi tryggja hagvöxt og koma í veg fyrir að kreppan mikla verði jafn djúp og allt bendir til. Í þessu sambandi er hins vegar vert að hafa í huga að niðurskurður íslenskra stjórnvalda nú er meðal annars af hálfu AGS. Okkur er gert að draga úr útgjöldum á sama tíma og aðrar þjóðir séu hvattar til hins öndverða. Verulega er stýft af skv. fjárlagafrumvarpi næsta árs og enn meira verður skorið af á árinu 2010 skv. því sem ráðherrar hafa greint frá. Hér tekur hvað í annars horn. Niðurskurður nú mun því leiða til þess að kreppan á Íslandi verður mjög djúp. Innspýting í hagkerfið meðal annars með mannaflsfrekum framkvæmdum hefði heilmiklu breytt.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |