17.12.2008 | 23:05
Straumur og trökkdræver!
Á fyrrihluta eða um miðbik kjörtímabils, hvort heldur er á vettvangi sveitarstjórnarstigsins eða Alþingis, er alþekkt að upp spretta hreyfingar og bandalög úr jarðvegi tiltekinnar málefna. Sól í Straumi sem nú ætlar sér stóra hluti í innansveitarpólitík í Hafnarfirði er dæmi um þetta. Þá hefur Sturla Jónsson, trökkdræverinn ógurlegi, stofnað Framfaraflokkinn. Þessar tvær stjórnmálahreyfingar munu væntanlega hafa hátt næstu mánuðina, en koðna svo út af ef fordæmin ganga eftir. Öflugustu liðsmenn þeirra verða þá fengnir til að skipa sæti á listum einhvers af fjórflokknum, baráttumálin verða tekin inn í stefnuskrá þeirra stjórnmálaafla sem fyrir eru og svo framvegis. Enda mun fólk sjá hag sínum best borgið með þessum hætti, því það kostar peninga og ofboðslegan baráttuvilja til að setja nýjan stjórnmálaflokk á laggirnar. Andvana fætt - því miður.
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |