Reiðir og hræddir

Á sem rennur til sjávar leitar sér alltaf að farvegi, hversu há sem stíflan er. Og sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir, segir í vísu Sigurðar Nordal. Á sama hátt birtist reiði almennings okkur á ýmsan hátt og ekki alltaf á þann veg sem sæmir. Mér er til dæmis mjög til efs um að hamagangurinn í Landsbankanum nú skili mótmælendum þeim ávinningi sem þeir vildu. Greinargóð umræða með skýrum rökum skilar mestu til lengdar og dropinn holar steininn. Hins vegar eru mótmælin skiljanleg að því leyti, að fólk sem er reitt og hrætt hugsar sjaldnast rökrétt. Hins vegar dáist ég mjög að framgöngu lögreglunnar. Geir Jón hefur haft býsna langt í spottanum og leyft mótmælendum ganga býsna langt. 

 


mbl.is Mótmælendur skiptu um útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað finnst þér vanta upp á að greinargóð umræðu hafi farið fram? Og hvað er óskýrt við rökin?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bíddu nú við? Ég veit ekki til þess að við höfum verið óluð niður fram til þessa?

Svo er þetta líka spurning um að vekja meiri athygli á þessu, ekki láta þagga þessi mál í hel.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 13:16

3 identicon

Það er tæplega innlegg í málefnalega umræðu að hamast í Landsbankanum, gera skyndisókn á lögreglustöðina eða flagga Bónusfána á Alþingishúsinu. Fóru fram einhverjar rökræður í Landsbankanum í mörgum. Margt af því sem sagt hefur verið hér á Netinu og eins í dagblöðunum hefur hins vegar verið prýðilega vel rökstutt, málefnalegt og öllum til sóma.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:19

4 identicon

Að hafa langt í spottanum er myndlíking, sem ég taldi auðskiljanlega. Það er; mótmælunum er sýnt umburðarlyndi og fólki leyft að rasa út.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:20

5 identicon

Það sést á hve fámennt þetta er hve ósammála fólk er þessum "hópi". Fólk er sammála að hér þurfi að laga hlutina en fólk er almennt ekki tilbúið að taka þátt í svona mótmælum, enda fjöldinn allur hyljandi andlit sín.  Verst er að ómennin og anarkistarnir fagna svona mótmælum og vilja ólmir taka þátt, þó á röngum forsendum.  Þetta líkist meira veggjakroti en mótmælum, enda ekki líklegt til árangurs.

Funi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:21

6 identicon

Seint borgar sig nú að fara í hlutina með illu, en ég skil gremju almennings. Sjálfur myndi ég velja mér aðrar baráttuaðferðir sem sést hafa. En kannski er ég seinþreyttur að leggja í allar hólmgöngur við kerfi sem virðist bæði rotið og spillt. Óska þér velfarnaðar.

Kveðja,

Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:20

7 identicon

Hvaða aðferðir?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:17

8 identicon

Vel mér þá aðferð að reifa mín sjónarmið og tala fyrir þeim - t.d. hér á Netinu. Allir slíkir dropar hola steininn og verða upplegg í lýðræðislegri baráttu, til dæmis á vettvangi stjórnmálaflokkanna sem leggja stefnu sína fram í kosningum sem eru ekki sjaldnar fjögurra ára fresti. Ætla með öðrum orðum sagt ekki vinna með sama hætti og hinir svonefndu aðgerðasinnar.

sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband