Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
5.2.2009 | 13:50
Eru skuldirnar ofmetnar?
Til skamms tíma bárust okkur reglulega fréttir af ofsagróða íslenskra fjármálafyrirtækja, þar sem menn hreinlega tíndu rúsínur upp úr skónum. Hver ársfjórðungur skilaði milljarða króna hagnaði, sem síðan reyndist vera pappírsgróði án innistæðu. En úr því gróðinn var svona stórlega ofmetinn velti ég fyrir mér hvort hið sama gildi ekki líka um skuldirnar. Eru þær ofmetnar, rétt eins og hagnaðurinn á sínum tíma. Við fáum vonandi upplýsingar um þetta þegar rykið sest; eitthvað segir mér að þá verði staðan stórum skárri en okkur hefur verið sagt. Hvers vegna? Jú, mál í veröldinni fara nefnilega yfirleitt skár en ætlað er í upphafi.
Kaupþing skuldar 2432 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 09:37
Menn í mótsögn
Eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur sagði svo ágætlega í Morgunblaðsgrein sinni sl. sunnudag er viðbára íslenskra viðskiptamanna við hvers konar gangrýni jafnan sú að ekkert "óeðlilegt eða ólögmætt" hafi verið við þá viðskiptagjörninga sem í umræðunni eru hverju sinni. Þetta kann vel að vera rétt, en þá vekur hins vegar athygli hvers vegna peningar þeirra eru vistaðir í skattaskjólum víða um veröldina. Viðskipti fara fram undir nöfnum allskonar leynifyrirtækja þar sem eigendurnir eru aftur önnur fyrirtæki sem eru leyndinni hjúpuð. Einbjörn togar í Tvíbjörn. Fyrst viðskiptamógúlarnir hafa haft rétt við, að eigin sögn, og ekki gert neitt ólöglegt og óréttmætt, hvers vegna þurfa þeir að stofna leynireikninga á Ermasundseyjum, í löndunum við Karabíska hafið og nú síðast í Panama. Af hverju eru reikningarnir ekki einfaldlega undir nöfnum mannanna sjálfra og hér á landi. Eru mennirnir ekki í mótsögn við sjálfan sig þegar þeir segja allt í himnalagi en telja eigi að síður rétt að sveipa viðskipti sín þessum dulardjúp?
Vistuðu hlutabréf í Panama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 20:43
Dómari í eigin sök!
Mikið óskaplega er nú gott að þjóðin fái þau svör refjalaus að lánveitingar Kaupþings til vildarvina sl. haust hafi verið í stakasta lagi. Engin lög hafi verið brotin og þetta sé bara allt í þessu fína. Sigurður Einarsson fer varla með fleipur. Eða hvað? Í hvert sinn sem bornar hafa verið brigður á að Kaupþingsmenn hafi staðið rétt að málum hafa komið fréttatilkynningar líkar þessari, þar sem lesendur eru beðnir allra þakka verðast að taka ekki mark á fleipri um að þeir séu vondu karlarnir. Mikið vildi ég annars vera í sömu stöðu og Sigurður Einarsson að sagt afdráttarlaust til um lögmæti verka minna. Hver getur annars verið dómari í eigin sök?
Sigurður segir engin lög hafa verið brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook
20.1.2009 | 09:43
Deleríum Búbónis!
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 17:01
Núllpunktur á röngum stað
Oft er því haldið fram að tveggja prósenta atvinnuleysi sé nokkurkonar núllpunktur. Séu færri án starfa sé atvinnuleysi ekki til. Þeir sem skráð hafi sig án atvinnu séu þá milli starfa, glími við einhverskonar veikindi, eigi frekar að vera á bótum almannatrygginga og svo framvegis. Samkvæmt þessum röksemdum er atvinnuleysi í dag 2,8% en ekki tæplega fimm. Núllpunkturinn er því ekki rétt staðsettur. Þetta breytir þó ekki grafalvarlegri stöðu sem á efalítið eftir að versna. Kominn er kyrkingur í allan þjóðarlíkamann. Framkvæmdir eru að stöðvast og hvatningarorð ráðamanna um að fólk sem er án vinnu eigi að drífa sig í nám hafa reynst tóm þvæla, þar sem fjárveitingar til skólanna eru skornar niður svo þeim er tæplega gerlegt að taka á móti nýjum nemendum. Annars hef ég leyft mér að trúa því til þessa að þegar kemur fram á útmánuði muni eitthvað losna um heljartök kreppunnar. Með lengri sólargangi eykst fólki bjartsýni - svo einfalt sem það hljómar. Og þá muni jákvæðari fréttir fá aukið vægi en síðustu mánuði hafa svartagallsraus og sögur af bankakólerunni verið allsráðandi.
Atvinnuleysi 4,8% í desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 15:04
Aukaatriði verður aðalmál!
Sú hugmynd stjórnenda VR að veita félagsmönnum sínum örlán til að koma nýrri atvinnustarfsemi á laggirnar, er góðra gjalda verð. Margir eiga fínar hugmyndir í pokahorninu en vantar stuðning svo þær megi ná fram að ganga. Til eru ótalmörg fyrirtæki þar sem menn byrjuðu af miklum vanefnum við eldhúsborðið eða í bílskúrnum. Margir starfrækja sömuleiðis einhverskonar heimilisiðnað jafnhliða launavinnu. Hlutverk stéttarfélaga er fyrst og síðasta að tryggja hag félagsmanna sinna í krafti kjarasamninga og með öflugu stuðningsnet margskonar sjóða. Lánastarfsemi á við eðlilegar kringumstæður að vera á hendi banka og fjármálastofnana, en eins og nú árar gætu örlán stéttarfélaga nýst mörgum vel. En hvaða vexti slík lán myndu bera? Ef vextirnir yrðu 18% er verra af stað farið en heima setið. Annars snúast VR-mál fyrst og síðast um hvort það hafi verið siðferðislega verjandi af Gunnari Páli Pálssyni formanni félagsins, sem stjórnarmanni í Kaupþingi að samþykkja niðurfellingu, ábyrgðar af lánum sem lykilmenn í bankanum tóku. Með því að tíunda á þessum tímapunkti ýmsa þjónustu sem félagsmenn njóta, er aukaatriði gert að aðalmáli.
Skoða örlán til VR-fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 21:13
Fjórþætt velferð
Íbúðalánasjóður lánaði 64,4 milljarða árið 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 15:34
Helmingaskiptaregla
Sú var tíðin að í Reykjavík voru starfræktar fjölmargar lögfræðistofur, þar sem sjálfstæðismaður og framsóknarmaður störfuðu saman. Verkefni lögmanna, sem svona störfuðu, voru að sinna málum fyrir einstaklinga sem höfðu komist í brauðmola frá hernum; verktakagróða eða stríðspeninga. Ég óttast að sama muni gera nú. Valdir lögmenn og kaupahéðnar sem tilheyra Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki setja á laggirnar félög sem kaupa eignir sem ríkisreknir bankarnir hafa leyst til sín, til að mynda illa löskuð fyrirtæki og íbúðahúsnæði. Á þann hátt mun helmingaskiptareglan endurtaka sig. Úlfarnir eru fljótir að renna á slóð bráðarinnar. Stjórnmálamenn hafa uppi haft góð orð um að þeir sem missa eignir sínar fái stuðning eftir mætti, til dæmis í gegnum Íbúðalánasjóð. Vafasamt er hins vegar að taka eitthvað mark á þeim frómu fyrirheitum, þegar ríkissjóður er galtómur og 22% þeirra tekna sem inn koma, fara í vaxtagjöld.
Vextir 22% af skattfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook
19.12.2008 | 18:54
Þingmaður í þversögn
Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar, sagði nýlega að engin rök væru fyrir að auglýsingum í Ríkisútvarpinu. Því ætti að breyta lögum svo ljósvakamiðlar í eigu einkaaðila sætu einir að kökunni. Ég er ekki sammála þessu sjónarmiði þingmannsins. Þar sem frjáls markaðsbúskapur er við lýði eiga fyrirtæki að sjálfsögðu að hafa sjálfdæmi um hvernig þau haga markaðsmálum sínum. Stæði ég að fyrirtækjarekstri myndi ég án hiks auglýsa í RÚV, sem hefur mikla hlustun og áhorf. Sjónarmið um bann eða takmarkanir á auglýsingum í Ríkisútvarpinu ganga því þvert gegn öllum sjónarmiðum um frelsi í viðskiptum, sem Ágúst Ólafur hefur þó gefið sig út fyrir að styðja.
Áfram auglýsingar á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |