Færsluflokkur: Bloggar
1.1.2009 | 12:58
Spennandi tímar
Velt mæltist biskupnum okkar, Karli Sigurbjörnssyni í nýársprédikun sinni. Þar sagði hann að við þyrftum að endurheimta sameiginlegu samfélagssýn á Íslandi sem byggði á umhyggju og þjónustu umfram allt. Á virðingu og trausti, á ábyrgð og skyldu fremur en réttindum og á langtíma uppbyggingu samfélags fremur en skyndigróða til eigin hagsmuna fárra. "Látum það móta viðhorf og stefnu, ekki síst gagnvart þeim öldruðu og sjúku, fötluðu og svo börnunum! Þau mega ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins," sagði biskupinn. Og ennfremur: "Tökum öll höndum saman um að gera landið okkar betra, þjóðina sterkari til þjónustu við lífið og heiminn og jörðina, sem Guð gefur okkur." Allt þetta vildi ég sjálfur sagt hafa. Og taki þjóðin nú höndum saman undir einu merki við skapa heilbrigðara samfélag sem ekki er litað af gróðahyggju tel ég að framundan séu spennandi tímar. Endurreisnin er áhugavert verkefni.
31.12.2008 | 16:53
Illa endaði árið
Illa endaði árið. Aðgerðir hins reiða fólks eru komnar langt úr fyrir velsæmismörk vitsmunalífsins. Ég skil ólguna í þjóðfélaginu afar vel, en að hún leiti í þann farveg sem við höfum séð að undanförnu er hryggilegt. Satt að segja vona ég að snerran við Hótel Borg verði fólki sú lexía að það haldi sig framvegis á mottunni. Lögreglan hefur haft langt í taumnum og sýnt mótmælendum umburðarlyndi; en með atburðum dagsins hafa aðgerðarsinnarnir brennt brýr að baki sér og fyrirgert rétti sínum. Mikilvægt er uppbygging þjóðfélagsins eftir hrunið mikla hefjist sem fyrst - en þar næst enginn árangur nema með uppbyggilegri umræðu og jákvæðu hugarfari. Látum slíka breytni vera áramótaheit okkar allra. Að svo mæltu þakka ég lesendum bloggpistla minna samfylgd að undanförnu. Gleðilegt ár!
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 14:28
Undarlegar áherslur
![]() |
Laun ráðamanna lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 22:55
Sjávarútvegurinn skiptir máli!
Fyrr á árunum sögðu fjölmiðlar oft og ítarlega frá því þegar vel veiddist og eftir mettúra togaranna voru þeir fréttaefni í fremstu röð. Jafnan fylgdi með fréttinni hver hásetahluturinn væri. Á síðari árum hafa svona fréttir haft minna vægi. Sögur af afrekum útrásarvíkinganna svonefndu hafa öðru skákað út af borðinu. Einstaka mönnum þótti sjávarúvegurinn engu skipta lengur. En allt snýst í hringi. Nú skipta útgerð og aflabrögð aftur öllu máli fyrir þjóðina. Nýjustu fréttir benda jafnframt til að fiskgengd sé að aukast sem aftur gefur væntingar um að auka megi þorskkvóta. Þrátt fyrir minni fisksölu erlendis og mjög erfiða skuldastöðu er sóknarhugur í útgerðarmönnum.
![]() |
Enn eitt aflametið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 22:34
Geir slær varnagla
Geir H. Haarde slær ákveðinn varnagla þegar hann segir að velflestir ættu að geta staðið undir gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Hann viðurkennir, með hiki þó að því er virðist, að til sé fólk sem ekki eigi málungi matar og geti því ekki staðið undir gjaldtöku á sjúkrahúsum. Þess má því vænta tel ég að innan tíðar verði sett reglugerð þar sem tryggt verður að þeir sem verst standa geti alltaf leitað til heilbrigðisþjónustunnar. Ég ber fullt til Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum en tel jafnaðarmennina í Samfylkingunni til alls vísa, sbr. framgöngu kratanna sem sátu í heilbrigðisráðuneytinu á árinu 1991 til 1995. Framganga Sighvatar Björgvinssonar sem heilbrigðisráðherra var dæmafá og mátti líkja við skemmdarverk.
![]() |
Standa undir gjaldtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2008 | 00:30
Ekki til einnar nætur
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir, að ekki standi til að gera neinar breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok janúar. Þar er ætlan flokksins að skýra sína eigin stefnu í Evrópumálum og komast að brúklegri niðurstöðu til framtíðar. Rétt er að hafa í huga að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingar, sagði í útvarpsviðtali á dögunum að samstarfi þeirra tveggja flokka sem nú mynda ríkisstjórn væri sjálfhætt ef niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins yrðu sú að Evópusambandsaðild kæmi ekki til greina. Ég tel því að Geir meti stöðuna þannig, að ef stjórnarsamstarfið er að renna út í sandinn taki því ekki að gera breytingar nú. Horfa þurfi langt fram í tímann - og tjalda til fleiri en einnar nætur
![]() |
Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 19:38
Af myndugleik
Í litlu landi eins og hér komumst við illa hjá því að persónur og leikendur í þjóðarleikhúsinu tengist ekki með einhverju móti. Til skamms tíma hafa slíkt tengsl milli manna ekki þótt neitt tiltökumál, en með vitundarvakningu síðustu ára horfir málið öðruvísi við. Nú þarf allt að vera uppi á borðinu. Sumir leggja á flótta þegar fjölmiðlar benda á tengsl en Gísli Tryggvason tekur á málunum af myndugleik. Segir sig frá máli peningamarkaðssjóða um leið og bróðir hans Tryggvi tekur við stjórn Landsvaka. Þeir bræður eru synir Margrétar Eggertsdóttur og Tryggva Gíslasonar áður skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Þetta er fínt. Svona eiga menn að vinna hlutina.
![]() |
Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 16:18
Reisn stórbóndans
Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar færu að dæmi Ólafs myndu þeir slá vopnin úr höndum þeirra sem hæst hafa og mómæla mest. Það er reisn yfir þessu framtaki stórbóndans á Bessastöðum. Hver rífur kjaft við forseta sem bíður upp á kaffi! Þetta minnir annars svolítið á söguna af því þegar verkfallsmenn sátu fyrir Ólafi Thors á Strandarheiði þegar hann var á leið til Keflavíkur endur fyrir löngu. Forsætisráðherrann las stöðuna hárrétt. Vippaði sér út úr bílnum. "Strákar, komiði með mér ég þarf að míga." Halarófan fylgdi - og andófið var úr sögunni. Hver vildi ekki pissa með forsætisráðherranum?
![]() |
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 13:25
Huglaust gjamm
Nafnlausar sendingar, eins og auglýsendur í DV hafa fengið, eru í eðli sínu alvarlegar. Væntanlega er þó hér um að ræða ómerkilegt gjamm í huglausu fólki. Þegar ég starfaði á DV, 2001 til 2004, bárust mér nokkrum sinnum nafnlaus bréf og símtöl. Þær sendingar voru frá fólki sem greina mátti að hefði stórundarlegan þankagang og sumir gengu varla heilir til skógar. Satt að segja gef ég ekkert fyrir þennan válista, fyrr en nöfn aðstandenda hans koma fram. Og eitthvað segir mér að þeir hinir sömu séu "minni spámenn" eins og stundum er sagt. Annars hugsa ég í dag stundum með söknuði til gömlu flokksblaðanna. Enginn þurfti að velkjast í vafa um fylgisspekt þeirra við flokkanna - sem eru vel að merkja lýðræðislegar fjöldahreyfingar.
![]() |
Auglýsendum DV hótað með válista? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 18:28
Ekki föðurbetrungur!
Í þættinum Vikulokin í morgun nefndi Steingrímur J. Sigfússon þá garpa íslenskra stjórnmála sem stóðu vaktina og tryggðu hagsmuni Íslendinga í þorskastríðunum þremur. Útfærsla landhelginnar hefur skilað Íslendingum miklu og átt sinn þátt í því þeirri velsæld sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Margir lögðu þar hönd á plóginn, en sérstaklega má nefna Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra og Einar Ágústsson utanríkisráðherra frá 1971 til 1978. Og mikið eru það stórkostlega undarleg örlög að sonur Einars, Sigurður sem var starfandi stjónarformaður Kaupþings, sé einn höfuðsmiður að hruninu mikla - öndvert afreki föður hans í landhelgismálum. Þetta kallast að vera ekki föðurbetrungur. En kannski gengur betur næst.
![]() |
Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |