1.5.2009 | 16:56
Fundir út um allan bæ!
Þótt engir formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar séu í dag þarf enginn að segja mér en að út um allan bæ séu foringjar og fótgönguliðar VG og Samfylkingar á fundum þar sem lagt er á ráðin. Stór mál eru sjaldnast til lykta leidd við samningaborð heldur í kaffispjalli eða annarsstaðar þar sem aðstæður eru óformlegar og óþvingaðar. Hafa stjórnmálafréttamenn enga góða "lekaliða" sem geta sagt okkur frá því hver staða viðræðna sé? Af hverju taka fréttamenn ekki rúnt um bæinn og kanna hvar fundir séu í gangi. Hringja heim í þingmenn eða ráðherra og svo framvegis. Hringja í leyninúmerin hjá þessu liði og athuga hvað sé að gerast. Búa til ágreining milli stjórnarflokkanna; kalla fram umræðu um málefni. Ekkert af þessu er gert. Stjórnarmyndunarviðræður eru stórmál og fregna af þeim verður að afla með öðrum leiðum en blaðamaður sé í einföldu löggutékki, eins og sagt er á ritstjórnum.
Hlé á viðræðum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.