Skörungur af Skipaskaga

Alþýðuleiðtoginn á Akranesi er vel meinandi, en mikið ofsalega held ég að við núverandi aðstæður sé erfitt að koma umtalsverðri hækkun lægstu launa í gegn. Fyrirtækin í landinu eiga í mesta basli með að greiða sínu fólki laun um hver mánaðamót og við slíkar kringumstæður er erfitt að sækja á um hækkanir. Metnaðarmál verkalýðshreyfingarinnar í dag ætti fremur að vera að tryggja öllum atvinnu. Enginn þarf að velkjast í vafa um að atvinnuleysið er þjóðarböl. Hvað varðar forstjóra lífeyrissjóða, sem eru svo frekir á fóðrum að laun þurfa 30 millj. kr. í laun á mánuði, þá skil ég ekki af hverju þarf að flytja sérstaka ræðu um slíkt. Er ekki tiltölulega einfalt ráð að reka þessa þurftafreku forstjóra og ráða í þeirra stað einhverja á ögn lægri launum. Allt í þessari ræðu skörungsins af Skipaskaga virðist þessu marki brennt; talað er fyrir stíl og stemmningu dagsins og málin eru ekki hugsuð í botn.


mbl.is „Sannleikur grundvallaratriði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband