Grautur Jóhönnu

Er til of mikils mælst að forsætisráðherrann tali skýrt? Jóhanna Sigurðardóttir segist hér á Mbl.is "... ekkert viss um að það sé langt í land," þegar hún er spurð um hvort líklegt sé að vinstri flokkarnir nái samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Betur færi á því að Jóhanna segði að hún teldi góðar líkur á því að samkomulag náist. Eða þannig skil ég orð hennar. Orðhengilsháttur er aldrei til bóta. Grautarlegt orðalag er sömuleiðis í flestum tilvikum merki um grautarhugsun. Eða svo er sagt.

 


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband