Einstefnumaðurinn Ásmundur!

Hvort núverandi ríkisstjórnarflokkar ná saman um áframhaldandi samstarf veltur fyrst og síðast á því hver afstaða VG til hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu sé. Ljóst er að veruleg andstaða er í þeim ranni við inngöngu í ESB og skoðanir Ásmundar Daðasonar á Lambeyrum eru skýrt dæmi þar um. Raunar má telja Ásmund fullkominn einstefnumann. Hann nálgast Evrópumálin fyrst og síðast út frá hagsmunum landbúnaðarins en lítur ekki á hlutina í víðara samhengi með þjóðarhag í huga.

Í síðasta Bændablaði sagði Ásmundur meðal annars. "Þeir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem vilja byggja upp öflugan landbúnað á Íslandi munu á næstu árum þurfa að sýna kraft sinn í verki og vera tilbúnir að tala máli landbúnaðarins. Stærsta málið er möguleg ESB-aðild, sem yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenskan landbúnað, sjávarútveg og hinar dreifðu byggðir. Það er engin lausn á vanda þjóðarinnar að ganga í ESB," segir Ásmundur í grein sinni.

Raunar má sjá bráðmerkilegan punkt í viðhengdri Moggafrétt, þar sem segir að nokkuð sé um liðið síðan Dalamenn áttu síðast fulltrúa á Alþingi. Vegna ójafns vægis atkvæða milli kjördæma hefur landsbyggðin alltaf haft óeðilega mikil áhrif á landsstjórnina, miðað við höfðatölu. Í Dölunum búa þúsund manns og má því spyrja hvort ekki sé bráðnauðsynlegt að íbúar í Hraunbæ, fjölmennustu götu í Reykjavík, eigi líka sinn fulltrúa á þingi.

 

 

 


mbl.is Ásmundur yngstur þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband