Hvalfjarðarsveit og Kjós!

Meira vægi atkvæða úti á landi en gerist í kjördæmunum á Reykjavíkursvæðinu hefur stundum verið réttlætt á þann veg, að landsbyggðarfólk hafi minna aðgengi að stjórnsýslunni og þeim vettvangi þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þetta eru aum mótrök. Í dag geta allir sinnt sínum málum með mjög svipuðum hætti hvar sem þeir búa, þökk sé tækni og tækifærum nútímans. Fjarlægðin setur að vísu alltaf ákveðin takmörk, en aldrei svo stórkostleg að réttlæta megi stórkostlegt misvægi atkvæða. Tökum dæmi: Kjósverjar kjósa í Kraganum en þeir sem búa í Hvalfjarðarsveit í NV-kjördæmi. Vægi atkvæða þeirra síðarnefndu er helmingi meira. Er með einhverjum hætti hægt að verja þessi ósköp, jafnvel þótt Hvalfjörðurinn skilji á milli?


mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband