Listin skiptir mannlífið miklu

Traustir og vel fjársterkir aðilar tóku um sl. mánaðamót við rekstri Morgunblaðsins. Aðild þeirra að rekstri blaðsins mun án nokkurs vafa tryggja framtíð Moggans, sem ég lít á sem jafn sjálfsagðan og nauðsynlegan hlut og að Alþingishúsið standi við Austurvöll. Á þeim óvissutímum sem við lifum nú, þarf þjóðin trausta fjölmiðla. Og í harðærinu þurfum við sömuleiðis að gera vel við menninguna, hún er athvarf frá grámyglulegum harðindum efnahagslífsins. Einmitt þess vegna meðal annars er gott mál að útgáfumál á verkum Halldórs Laxness séu í skýrum farvegi, samanber sá samningur milli erfingja skáldsins og Forlagsins sem nú hefur verið undirritaður. Þjóðin mun nú í afleiðingum hrunsins gera sér grein fyrir hve listin skiptir mannlífið miklu, hvort sem kúnstverkið eru myndir, tónverk eða bækur.

 

 


mbl.is Framtíð Laxness tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband