Frjóvgun handan um höfin

Fullyrðingar þær sem Jón Bjarnason setur fram í pistli sínum eru verulega hæpnar. Hann segir meðal annars að forystumenn Samfylkingarinnar telji aðild að ESB altæka lausn á öllum þeim vandamálum sem Íslendingar þurfa nú að kljást við. Slíku hefur aldrei verið haldið fram og þó er ég enginn aðdáandi Samfylkingar. Raunar þvert á móti. Hef heldur enga afgerandi skoðun á hugsanlegri aðild að ESB, nema þá að Íslendingar sem eyþjóð hafa ekki efni á einangrun. Leyfi mér í því sambandi að vitna í pistil Sigurbjörns Einarssonar biskups "Mikið að þakka" sem er í bókinni Sókn og vörn sem út kom árið 2002:

"Hvað hefur gerst jákvæðast í sögu Íslands án þess að útlend áhrif kæmu þar við sögu ... Ég veit ekki betur en að allt sem heitir íslensk menning, hafi fengið lífsfræ og frjóvgun handan um höfin. Annað hefur líka borist frá öðrum löndum og er núna að berast í stríðum straum og fossaföllum. Og ýmsum rásum er af stakri árvekni haldið opnum fyrir þeim þrýstingi."

 

 


mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband