11.4.2009 | 10:54
Vanhugsaðar tillögur VG
Í bæklingi sem mér barst nú í dimbilviku tíunda Vinstri grænir stefnumál sín og koma víða við. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp ókeypis máltíðir í grunnskólum. Mæli græningjar þar manna heilast en fyrir alþingiskosningar er fráleitt að tala með þessum hætti. Grunnskólarnir eru reknir á ábyrgð sveitarfélaga og Alþingi hefur ekkert með skólamáltíðir að gera. Annað er eftir þessu. Til að mynda er lagt til að vextir verði lækaðir hratt á næstu mánuðum. Að brydda upp á þessu er í besta falli kjánalegt þar sem Seðlabankinn ákvarðar stýrivexti. Stjórnmálamenn geta sömuleiðis, hvað sem VG segir í stefnuskrá sinni, eflt ferðaþjónustu, aukið smábátaútgerð útrýmt kynbundnum launamun eða tryggt réttindi og sjálfstæði fréttamanna. Annað er eftir þessu. Því er rétt að vara kjósendur við að leggja Vinstri grænum lið í kosningabaráttunni. Flokkur sem lofar upp í ermina á sér með óábyrgum yfirlýsingum eins og hér að framan er lýst er ekki stjórntækur.