Undarleg umræðuhefð!

Umræðan nú um hina rausnarlegu styrki Landsbankans og FL Group í flokksjóð Sjálfstæðisflokksins er um margt dæmigerð fyrir umræðuhefð íslenskra stjórnmála. Mál, sem hafa fyrir legið jafnvel um lengri tíma, eru dregin fram fáum dögum fyrir kosningar, svo allt hverfist um þau. Nú eru styrkir til Sjálfstæðisflokksins skyndilega orðin hitamálið og það sem fólk hefur fjasað um í fermingarveislum páskanna. Tæpast er ofsagt að fyrir síðustu kosningar hafi veiting ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra verið mál málanna. Einhverjir töldu víst að hugsanleg aðild að ESB eða hvernig þjóðin ætti að vinna sig út úr hrikalegu kreppuástandi yrði stóru kosningamálin nú. Mér datt það aldrei í hug, enda eru slíkt mál of stór í brotinu og rökin það margbrotin að andateppufjölmiðlun ljósvakans og fólkið í landinu höndla málin aldrei.

 


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband