10.4.2009 | 17:05
Golgata, Valhöll og Guðlaugur Þór!
Júdas sveik frelsara sinn fyrir þrjátíu silfurpeninga. Með gróflegri námundun eru það þrjátíu milljónir kr. sem er sama upphæð og FL-Group og Landsbankinn, hvort fyrirtæki um sig, lögðu Sjálfstæðisflokknum til. Spurning hver er hinn eiginlegi Júdas í þessari páskaafferu íhaldsins en ekki er fjarri lagi héðan í frá, að Valhöll við Háaleitisbraut sé nefnd Golgata. Ýmsir lukkuriddarar flokksins verða krossfestir í þessu máli rétt eins og Jesús Kristur forðum og það einmitt á föstudaginn langa. Mér sýnist sem Guðlaugur Þóri smellpassi inn í hlutverk Jesús Krists, síðustu sólarhringa höfum við fylgst með þingmanninum burðast með þungan kross á hann hefur verið lagður. "Það er fullkomnað," mun einhver hrópa á elleftu stundu í kvöld en svo sagði Jesús Kristur á dauðastund sinni. Eftir stendur þá sú spurning ein hvort einhver íhaldsmaður rísi upp frá dauðum á páskadagsmorgni. Annað eins hefur nú gerst. Í Biblíunni segir frá því að Jesús hafi stigið upp til himna við sólarupprás á páskadag; þess hafi konurnar orðið varar þegar þær komu í hellinn til að þvo líkama hans. Ætla má því að skúringakonurnar í húsi Sjálfstæðisflokksins gætu orðið vitni af undrum og stórmerkjum þegar þær mæta til að veita föllnum foringjum dáðarmeðöl og hinstu smurningu. En hver mun færa steininn frá hellismunanum?
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |