Æmt og skræmt í Reykhólasveit

Í þúsundum fjölskyldna á landinu eru til staðar vandamál þessu lík; að veikur eða fatlaður einstaklingur fái ekki viðeigandi stuðningsþjónustu. Að koma frænda gamla á elliheimili eða tryggja að litla stúlkan fái viðeigandi stuðningsúrræði er algjör glerbrotaganga aðstandenda; mál sem hins vegar liggja í þagnargildi. Ætla má að lítið og fámennt sveitarfélag eins og Reykhólasveit hafi ekki mikið bolmagn til að veita litlu stúlkunni sem hér segir frá, þann stuðning sem henni ber. Hins vegar hefur hafa þeir sem stjórna málum í sveitarfélaginu ekki látið sitt eftir liggja í allskonar kröfugerðarpólitík, t.d. um vegagerð, atvinnumál og fleira slíkt. Á liðnu hausti var t.d. æmt og skræmt þar vestra vegna þess að fækka átti útburðardögum pósts þar vestra og hátt var haft í fjölmiðlum. Þeir sem málum stjórn vestra segja hins vegar ekki múkk hvernig leysa á vanda ungu stúlkunnar og fjölskyldu hennar.

 


mbl.is Lokað á langveika stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband