3.4.2009 | 11:43
Útvarp Matthildur
Stórkostlega athyglisvert sjónarmið kemur fram í þessari frétt, þar sem Jón Bjarnason segist þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Eru í raun aðrir kostir í stöðunni? Stundum hefur í fréttum verið talað um að flytja skuli flugvöllinn - sem yrðu auðvitað rosalegustu tilfæringar Íslandssögunnar. Minnir eiginlega á brandarann í Útvarp Matthildi þar sem til stóð að flytja Tjörnina upp á Árbæjarsafn en áður þurfti að fylla hana af einhverskonar stífelsi. Merkilegt annars að Alþingi eyði tíma sínum í þetta mál núna; þegar þúsundum fjölskyldna og fyrirtækja í landinu er að blæða út af völdum ógætilegra ráðstafana í efnahagsmálum.
Vill byrja á samgöngumiðstöð á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |