30.3.2009 | 17:44
Skólastjórinn af Skaganum
Óhæfa þótti þegar Davíð Oddsson líkti störfum Alþingis við háttalag í gagnfræðaskóla. Þetta var í upphafi þingsetu Davíðs haustið 1991. Margt hefur væntanlega breyst í þingstörfum síðan þá, þótt enn í dag virðist sitthvað í störfum þingsins líkt því sem gerðist þegar ég var í gaggó. Einmitt þess vegna hefði ég haldið að enginn væri betur til þess fallinn að halda utan um þinghaldið er skólastjórinn af Skaganum, Guðbjartur Hannesson. En mikið skelfilega hefði mér sem nemanda þótti ef lærifeður mínir hefði þekkt helstu og markverðustu daga Íslandssögunnar. 30. mars 1949 og atburðir þess dags er nokkuð sem allir eigi að hafa á hreinu - einkum og helst þegar mönnum hefur verið falin sú vandasama vegsemd að halda utan um störf löggjafasamkomunnar.
Vissi ekki af 60 ára afmæli NATO inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |