30.3.2009 | 09:58
Kanamellur, brask og smygl!
Mikið hlakka ég til þess að sjá þessa sýningu, enda þó ég sé fullur efasemdar um að sýndir verði eða sagðir ákveðnir þættir. Mér er til að mynda, stórlega til efs að brugðið verði ljósi á stórkostlegar gripdeilir Suðurnesjamanna á Keflavíkurflugvelli, þar sem margir öfluðu sér fanga til húsabygginga eða annara framkvæmda með því að stela af hernum. Og ætli nokkuð verði sagt frá Kanamellunum sem svo voru nefndar. Eða braskinu, smyglinu eða þætti Sextíumenninganna sem svo voru nefndir; þar sem 60 íslenskir menningarvitar skoruðu á íslensk stjórnvöld að stöðva að útsendingar Kanasjónvarpsins næðust á höfuðborgarsvæðinu, enda stefndu þau erlendu áhrif íslenskri menningu í voða. Varnarliðinu fylgdu margar skuggahliðar sem lituðu íslenskt þjóðfélag um langa hríð og nú í fjarlægð tímans er rétt að gera þau mál upp með sama hætti og sagðar eru skemmtilegar sögur úr herstöðinni á heiðinni. Best er þó að vera ekki með dóma fyrirfram en veit ég vel að skuggahliðarnar eiga samkvæmt rétttrúnaðinum að liggja í þagnargildi og það finnst mér óeðlilegt.
Bærinn tók lit af nábýli við Völlinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |