Sannleikurinn um Jóhönnu - bréf frá Hrannari!

 

Vegna bloggs míns um forsætisráðherra fyrr í dag fékk ég bréf frá Hrannari B. Arnarsyni aðstoðarmanni ráðherrans sem ég birti hér með. Sjálfsagt mál að birta þetta -sbs

----

Sæll

Ég las bloggið þitt um að forsætisráðherra væri skák og mát í skuldaumræðunni - þetta er ekki rétt og ber þess merki að þú hefur ekki lesið ræðuna. Það hvet ég þig til að gera og skrifa síðan um málið í framhaldi af því. Hún mun birtast á síðu forsætisráðuneytis innan skamms. Þér til hægðarauka birti ég síðan yfirlit yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt í þessum efnum.

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum

 

Skuldajöfnun verðtryggðra lána 10-20% lægri greiðslubyrði en ella

Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána  40-50% lægri greiðslubyrði

25% hækun vaxtabóta hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.

Útgeiðsla séreignasparnaðar milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón

Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.

Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður

Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.

Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.

Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir

Greiðsluaðlögun samningskrafna

Lækkun dráttavaxta

Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð

Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar

Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst

Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40

Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota

Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána

Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband