Ummæli sr. Gunnars árið 1983!

Séra Gunnar Björnsson var kvöldgestur Jónasar Jónassonar í samnefndum útvarpsþætti hins síðarnefnda þann 22. janúar 1983. Útskrift af viðtalinu er birt í bókinni Kvöldgestir sem út kom í árslok 1983. Þar inni er haft eftir sr. Gunnari um prestsskaparár hans í Bolungarvík og þjónustu við Hólssöfnuð:

"Ég held að söfnuður geri strangar kröfur til presta sinna. En ég held líka að söfnuðirnir fyrirgefi prestum sínum mikið ef þeim þykir vænt um þá. Mér fannst sambýlið við söfnuðinn við gott. Það var engan veginn lognsævi alltaf, en þegar fólk finnur að viðkomandi embættismaður sér ef hann hefur gjört á hluta einhvers og biðst afsökunar og vill gera gott úr málunum, þá er fólk alveg óðfúst að taka hann í sátt."

 


mbl.is Sóknarprestur sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband