19.3.2009 | 17:28
Kosningavélin komin á fullt
Samtök atvinnulífsins og þar áður Vinnuveitendasamband Íslands hafa jafnan verið einskonar deild innan Sjálfstæðisflokksins. Hafa talað eins og flokknum kemur sér best eins og fjöldamörg dæmi vitna um. Þess vegna má spyrja, hvers vegna SA hefur ekki brugðist við með ámóta hætti þegar fyrirennarar Jóhönnu hafa "svert einstök fyrirtæki" eins og sá annars prýðilegi maður, Skagfirðingurinn Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna kemst að orði. Oft skammaði Davíð einstaka fyrirtæki og jafnvel lagði í einelti og þá var hvorki æmt né skræmt af forystu atvinnurekenda. Má þar nefna yfirlýsingar Davíðs um Jón Ólafsson, Kaupþing, Baug og raunar fleiri fyrirtæki. Nú verður hins vegar allt vitlaust yfir næsta meinlausri yfirlýsingu Jóhönnu um aðrgreiðslur Grandamanna. Af þessu má ráða að kosningavél Sjálfstæðisflokksins er komin í gagn - og allar sótraftar eru á sjó dregnir.
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |