Siðlaus verkalýðshreyfing!

Forystumenn ASÍ hafa lög að mæla þegar þeir segja arðgreiðslur til eigenda HB-Granda "hreinlega siðlausar" á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins fá ekki þær launahækkanir sem umsamdar voru. Um mál þetta má annars segja að það er nógu einfalt í eðli sínu þannig að alþjóð hafi á því skoðun. Efnahagsmálin í breiðu samhengi eru of flókin til þess að fólk geti tekið rökræna afstöðu til einstaka þátta þeirra. Og þó. Sjálfsagt finnst fleirum en mér sjálfum ansi hart að sjá verðtrygginguna hækka húsnæðislánin mín frá mánuði til mánaðar svo nemur tugum þúsunda. Forysta launþega hvar Gylfi Arnbjörnsson er framstur meðal jafningja ver hins vegar verðtrygginguna fram í rauðan dauðann sem mér finnst vera "hreinlega siðlaust" svo ég noti hans eigin orð.

 


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband