Pólitískir umrenningar

Á síðustu misserum hefur Frjálslyndi flokkurinn þróast í þá átt að verða nokkurskonar ruslakista íslenskra stjórnmála. Fólk sem ekki hefur fengið brautargengi innan annara flokka fær þar inni og gerir flokkinn að leikvelli sínum. Í þessu sambandi má nefna flokkaflakkarann Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Leó Friðriksson sem kom úr Samfylkingunni rétt eins og Karl V. Matthíasson. Grétar Mar Jónsson þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi á fortíð sína í Alþýðuflokknum og Guðjón Arnar Kristinsson formaður flokksins var lengi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Allir hafa þessir menn borið við hugsjónum þegar þeir hafa hin pólitísku vistaskipti sín. Skýringin er þó önnur og hún kristallaðist í viðtali við Sverrir Hermannsson stofnanda flokksins í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum þar hann sagði að Guðjón Arnar vera góðmenni. Væri af þeim sökum viljugur "... að skjóta skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga," eins og öldungurinn frá Ögurvík komst að orði.

 


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband