Siðað samfélag?

Stundum hefur verið sagt að skattar séu það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag og auðvitað er þetta hverju orði sannara. En hversu siðað er samfélag okkar þegar mikilvægur málum í velferðarkerfinu verður ekki hrint í framkvæmd nema með atbeina líknarfélaga eða framlögum frá fólki og fyrirtækjum. Barnaspítali Hringsins er nefndur eftir kvenfélaginu sem hefur verið bakhjarl hans í áratugi og aðrar deildir Landspítalans - sem og í annara heilbrigðisstofnana - hafa í tímans ráð átt alls sitt undir gæsku og gjafmildi Oddfellowa, Ljónaklúbba, Kiwanis, tombólubarna og svo framvegis. Það er aumt samfélag sem á allt sitt undir líknarfélögum í verkefnum sem í réttu lagi er ríkisins að sinna.


mbl.is Biðja líknarfélög um fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband