12.3.2009 | 09:27
Heyskapur við Austurvöll
Grautarhugsun af völdum þreytu leiðir af sér óskapnað. Einmitt þetta ætti þingheimur að hafa í huga nú, þegar lagafrumvörpum er mokað inn í þingið sem afgreiða skal í grænum hvelli. Reyndar eru slík vinnubrögð á löggjafasamkomunni bæði gömul saga og ný og margur er illa brenndur af soði slíks aulaháttar. Þingfundir standa yfir frá morgni og langt fram á kvöld; rétt eins og bændur sé að bjarga heyi undan rigningu. Man enn hvað ég var þreyttur eftir tuttugu tíma törn við að tína heybagga um árið. Hefði ekki treyst mér í að setja landinu leikreglur þá jafn lúinn og ég var orðinn. Í heyskap við Austurvöll er hins vegar allt leyfilegt.
Þingstörf þenjast út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |