Hvað er að óttast?

Hvalveiðar hér við land hafa ekki verið stundaðar svo neinu nemi í tuttugu ár. Á þeim tíma hafa öll viðmið breyst og í því ljósi má í raun segja að við séum á núllpunkti hvað varðar hvalveiðar. Í hvert sinn sem veiðar á hval eru til umræðu spýtast yfir þjóðina ályktanir frá dýraverndunarfélögum og talsmönnum ferðaþjónustunnar um hve stórkostlegur skaði sé í uppsiglingu, enda þótt aldrei hafi reynt á hvort svo sé eða verði. Þess vegna tel ég ágætt að við brýnum nú skutlana og höldum á miðin og látum einfaldlega á það reyna hvort veiðarnar leiði til þess að sala á íslenskum fiski dragist saman, ferðamönnum sem hingað komi fækki, hvalaskoðun leggist af og svo framvegis. Eitthvað segir mér að fátt muni breytast; í núverandi efnahagsástandi má til dæmis gera ráð fyrir því að viðhorf fólks til auðlindanýtingar verði önnur en var. Reynslan frá haustinu 2006 var fárra daga afturkippur í sölu á íslenskum vörum en þegar árið var gert upp kom í ljós að ferðamannastraumur hingað var aldrei meiri og fiskurinn seldist prýðilega. Er eitthvað að óttast?

 

 


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband