New Deal

Ekkert er nýtt undir sólinni, segir máltækið. Ríkisstjórnin grípur til gamalkunnra húsráða til að vinna bug á erfiðu atvinnuástandi og samdrætti. Í heimskreppunni í Bandaríkjunum upp úr 1930 var gripið til þess ráðs að dæla opinberum fjármunum inn í hagkerfið og koma þannig af stað framkvæmdum. Í sumum tilvikum voru vinnuflokkar látnir grafa skurði og í kjölfar þeirra komu aðrir og mokuðu ofan í holuna. Allir fengu laun fyrir sem aftur jók verslun og kom hreyfingu á viðskiptalífið. Efnahagskenning þessi var nefnd New Deal og hefur æ síðan þótt gott kreppumeðal. Má raunar benda á að í þeim erfiðleikum sem íslenskt þjóðfélag gekk í gegnum um 1968, þegar síldin hvarf og þorskblokk féll í verði vestanhafs, voru settar af stað margvíslegar framkvæmdir, svo sem bygging íbúðablokka í Breiðholti, álver við Strumsvík og virkjun við Búrfell. Átti það sinn þátt í því að kreppan þá varð ekki jafn langvinn og óttast var í fyrstu - og með samstilltu átaki ættu þeir erfiðleikar sem þjóðinni mæta nú ekki að þurfa að verða ýkja langvinnir.

 


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband