26.2.2009 | 15:37
Ólafur F. og Vilmundur
Ólafur F. Magnússon fer mikinn í borgarstjórn og stundar leiftursóknir í allar áttir. Sérstaklega beinast þær gegn Framsóknarflokknum og Óskari Bergssyni. Stundum minnir Ólafur mig á Vilmund Gylfason sem sá djöfla í hverju horni þegar minnst var á Framsókn og hafði uppi harða gagnrýni á flokkinn út af einu og öllu. Og við þekkjum sögu Vilmundar. Er hér rétt að hafa í huga þau frægu orð Karls Marx að sagan endurtaki sig jafnan tvisvar: í fyrra skiptið sem harmleikur en í því síðara sem farsi eða skrípleikur.
Krefst rannsóknar á hagsmunatengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |