Kvótapresturinn Karl

Morgunblaðið er stór og fjölmennur vinnustaður og blaðið sjálft berst stórum hluta landsmanna á hverjum degi. Að tekist hafi að tryggja stórum hópi fólks áframhaldandi vinnu og að mikilvæg þekking við að gefa út fínt dagblað glatist ekki, skiptir öllu. Kvótakerfið í þessu sambandi er algjört aukaatriði, enda þótt einstaka menn séu botnfrostnir og telji meint rangindi þess upphaf og endi alls hins vonda í íslensku þjóðfélagi. Slíkt er að mínum dómi mikil einföldun og kvótapresturinn Karl V. Matthíasson er á miklum villigötum. Í tímans rás hefur Morgunblaðið verið opinn greinum um hin ólíku sjónarmið og því óþarfi, að svo komnu máli, að bera kvíðboga gagnvart nýjum eigendum.  

 


mbl.is Gagnrýnir kaup sjávarútvegsmanna á Morgunblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband