25.2.2009 | 22:01
Sveitarstjóra sparkað!
Um áramótin var sveitarstjóranum í Eyjafjarðarsveit, Guðmundi Jóhannssyni, vikið úr starfi og var þar meðal annars borið við umdeildum bloggfærslum hans. Og nákvæmlega sama hefur gerst nú austur í Gnúpverjahreppi. Sigurði Jónssyni er sagt upp störfum meðal annars fyrir að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum á þeim bráðskemmtilega vettvangi sem Moggabloggið er. Þótt fleiri mál séu tínd til sem ástæða þess að sveitarstjórinn er látinn fjúka eru bloggfærslurnar efalítið meginskýringin, því sumu fólki ógar við tjáningarfrelsinu sem í eðli sínu er ógn við útúrboruleg sjónarmið. Gnúpverjar og Skeiðamenn eiga að sjálfsögðu að leyfa öllum sjónarmiðum að njóta sín - og væri ég í þeirra hópi hefði ég fremur lofað sveitarstjórann en sparkað honum.
Sveitarstjóra sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |