24.2.2009 | 16:41
Svavar kann að syngja!
Þegar Lilli klifurmús var kominn upp í tré og Mikki refur beið glaðhlakkalegur fyrir neðan tók músin upp á því að syngja. Og viti menn: refurinn steinsofnaði og þannig tókst músinni að læðast burt. Einhverri viðlíka hertækni þurfa Íslendingar að beita nú þegar við erum föst í hinni ægilegu gildru Ice Save reikninga Landabankan. Söngurinn sefar. Mér finnst því vel til fundið að fá Svavar í verkefnið; hinn reffilega ambassador við Eyrarsund sem mér hefur þótt í því hlutverki vera sem höfðingi á stórbýli sem tekur svo lagið í réttunum. Bretarnir falla fyrir þessum dáðadreng úr Dölunum.
Svavar stýrir Icesave nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |