Aftakan hefur farið fram!

Valgerður Sverrisdóttir var fyrst kjörin á þing árið 1987 þá í kjölfar frægs þings sem framsóknarmenn á Norðurlandi eystra héldu. Þar var Stefán Valgeirsson felldur úr sessi, en hann hafði verið þingmaður flokksins til fjölda ára. "Aftakan hefur farið fram," sagði Stefán og gekk úr flokknum. Valgerður yfirgefur nú hinn pólitíska vettvang eftir 22 ár á þingi; sigursælan og farsælan feril. Margir munu sakna hennar sem stjórnmálamanns, enda hættir hún með reisn á eigin forsendum - og engin er aftakan.

 


mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband