Jósepsspítali og Jo Grímsson

Þegar sérfræðingur fær 24 milljónir kr. fyrir ígildi 60 % starfs má ljóst vera að sá er hæfileikaríkur í meira lagi. Einhverra hluta vegna rifjast upp fyrir mér vegna þessa lítil saga sem skal nefnd í framhjáhlaupi. Þannig var það einhverntíma fyrir eða um 1970 að Jósafat Arngrímsson kaupsýslumaður, betur þekktur sem Jo Grimsson, sem þá bjó suður með sjó, hélt úti vinnuflokki sem starfaði á Keflavíkurflugvelli. Karlarnir sem hjá honum störfuðu stunduðu iðju sína sjaldnast skemur en 24 tíma á sólarhring og slóu ekki slöku við svo dögum skipti. Eða svo var látið uppi! Fyrir vinnu þeirra sendi Jo reikning til hersins sem borgaði með bros á vör, eða þar til offísjerarnir spurðu hvort þeir gætu náðarsamlegast fengið að sjá ofurmennin, sem gátu unnið án þess að slá slöku við dögum saman og þurftu aldrei að sofa. Þá kom hins vegar babb í bátinn; mennirnir voru aldrei til og reikningarnir frá mr. Grímssyni voru fyrir vinnu sem aldrei var innt af hendi. Einmitt í ljósi þessarar sögu finnst mér sú spurning áleitin hvort eins sé farið með læknana í Hafnarfirði og verktakagengið á Keflavíkurflugvelli; að stunduð sé sjálftaka í stórum stíl. Að fá 24 millj. kr. greiðslu fyrir rétt rúmlega hálft starf er vel í lagt enda þó svo verðugur sé verkamaðurinn launanna, eins og máltækið hermir


mbl.is Læknar sem vinna miklu hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband