Skera göt í velferðarnetið

Rækilegt tiltekt í ríkisrekstri var meðal þeirra krossa sem íslensk stjórnvöld þurftu að undirgangast þegar þau sögðu sig til sveitar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Öllum steinum er velt við og þó er niðurskurðurinn bara rétt að byrja. Í fjárlögum ársins 2010 verður skorið enn meira niður en er raunin á þessu ári.

Endurskoðun á ýmiskonar grunnþjónustu samfélagsins er framundan; velferðarkerfinu í víðustu merkingu. Niðurskurður er þó ógerlegur nema í sátt við samfélagið - ekki er hægt að stýfa af eða legga niður stofnanir nema málið hafi áður verið rætt út frá öllum vinklum. Því slær það mig afskaplega illa þegar forsætisráðuneytið sendir frá sér tilkynningu og segir að í "... meginatriðum gangi vonum framar að framfylgja þeirri metnaðarfullu sem stjórnvöld settu fram í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslensks efnahagslífs."

Um þetta vildi ég sagt hafa. Þegar þrjátíu menn hafa sett landið á hausinn; hvernig getur endurreisn sem byggist á því að skera göt í velferðarnet almennings verið mentaðarfull.

 


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband