Þegnskyldu lýkur

Einhverra hluta vegna greip mig strax sú tilfinning þegar þeir Magnús Gunnarsson og Valur Valsson voru kynntir til sögunnar sem formenn bankaráða ríkisbankanna tveggja að þeir væru ekki í starfinu af heilum hug. Tækju verkefnið að sér sem tímabundna þegnskyldu. Báðir voru þeir að mestu horfnir út af sviði viðskiptalífsins og hafa haldið sig til hlés síðustu árin. Allt hefur þetta komið á daginn, þeir eru báðir af förum og bera við pólitískum óróa. Annars finnst mér kyndugt að þeir Magnús og Valur koma jafnan fram sameiginlega í þessu máli enda þó Kaupþing og Glitnir séu sitthvort fyrirtækið. Framganga þeirra er ekki trúverðug.

 


mbl.is Standa við afsagnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband