9.2.2009 | 11:24
Kominn af góðu fólki!
Ólafur Hannesson er kominn af góðu fólki. Foreldrar hans eru Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson á Hrauni í Ölfusi sem í áraraðir hafa staðið að rekstri fiskvinnslu og útgerðar í Þorlákshöfn. Illa er drengnum því í ætt skotið ef hann kann ekki að vinna. Taka til hendi við algeng störf við fisk og landbúnað. Við þurfum til forystu fólk sem getur unnið; mokað sig í gegnum skaflinn. Föðurfólk Ólafs er hinn stóri og kunni ættbogi sem kenndur er við Stóru-Sandvík í Flóa, afbragðsfólk sem víða hefur látið að sér kveða. Einhverjum kann að þykja fráleitt að róma fólk sakir hverra manna það sé. Sjálfum finnst mér það ekki. Við getum dregið margvíslegan lærdóm af ættfræðinni - því margt er líkt með skyldum eins og máltækið hermir!
Stefnir á þriðja sætið í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |