Kona býður góðan dag

Hitti í hádeginu á móts við Fjölbrautaskólann í Ármúla unga konu sem heilsaði mér glaðlega. Ég tók undir kveðju hennar, brosti og spurði hvar leiðir okkar hefðu skarast fyrr. "Hvergi, ég er að gera athugun í sálfræðiáfanga í skólanum og bíð fólki góðan daginn og tel hve margir taka undir," sagði konan og brosti. Ég sá að byggðamerki Sauðárkróks var á bílnum hennar og fór þá að spyrja hana um Skagfirðinga sem ég þekki marga. Úr þessu varð sem sagt hið skemmtilegasta spjall sem aftur segir að bros getur dimmu í dagsljós breytt - rétt eins og Einar Ben orti forðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband