Ögmundur er heill og sannur!

Ég hitti Ögmundur Jónsson í morgun sem þá var á leið til síns fyrsta vinnudags í heilbrigðisráðuneytinu. Átti leið fram hjá og tók mynd af kappanum á tröppum ráðuneytisins. Það var létt yfir Ögmundi, sem ég þekki af góðu einu. Hann er heill og sannur í öllu sínu og er ötull talsmaður þeirra sem höllum fæti standa. Ég hef að vísu stundum haft efasemdir um hvernig og hvort sú últra félagshyggja sem hann boðar gangi upp, en það er víst önnur saga.

Ögmundur er í ágætu viðtali við Illuga Jökulsson í bókinni Lífsviðhorf mitt sem kom út árið 1991. Þar segir hann margt ágætt, sem á fullkomlega við enn í dag. Þar á meðal þetta:

"Auðvitað eigum við að spyrja á hvaða vegi menn séu staddir þegar er talað um að eitt helsta forgangsverkefni í samfélagi okkar sé að efla kostnaðarvitund sjúklinga. Ég heimsótti fullorðinn mann á sjúkrahús um daginn, góðan vin minn sem á langan vinnudag að baki. Og ég fór að hugsa um það, þegar ég horfði á hann liggja fársjúkran í sjúkrarúmi sínu, hvort verið gæti að vandamálin í íslensku þjóðfélagi stöfuðu af því að hann hefði ekki næga kostnaðarvitund, að hann gerði sér ekki næga grein fyrir hvað það kostaði að hafa hann liggjandi þarna. Kostnaðarvitund og sjálfsáhætta, þetta eru orðin sem nú eru notuð um sjúklinga. Þetta er siðlaust."

 

Ögmundur 020209

mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband