2.2.2009 | 18:33
Krafan um endurnýjun
Þau samskipti sem ég hef átt við Ásdísi Höllu Bragadóttur eru fín, hvar ég hef leitað til hennar sem blaðamaður um svör við ýmsum spurningum sem uppi hafa verið. Hún hefur jafnan brugðist vel við og það sem meira er; ég hef jafnan haft tilfinningu fyrir því að það sem hún segir sé meint af heilum hug. Hún vill samfélagi sínu vel, sem er stjórnmálamönnum afar mikilvægt. En þetta gildir ekki um alla. Í öllum stjórnmálaflokkum er þessa dagana uppi rík krafa um endurnýjun eins og komist er að orði. Þetta þýðir að allskonar apakettir eru nú komnir fram á sviðið og ætla sér stóra hluti í pólitíkinni. Minni spámenn sem eru hugmyndasnauðir, lítilsigldir og hafa beðið marga ósigra í lífinu, en senda nú frá sér tilkynningar um að margir hafi komið að máli við sig og því liggir þeir undir feldi, eins og Ljósvetningagoðinn forðum.
Ásdís Halla metur stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |