Fyrir sinn snúð

Í fréttum síðasta sólarhringinn hefur gætt nokkurrar taugaveiklunar vegna þeirra sjálfsögðu fyrirvara sem Framsóknarflokkurinn setur, vegna stuðnings við vinstri stjórnina sem nú er að fæðast. Eðlilega vilja framsóknarmenn skerpa á tilteknum atriðum enda hefur komið fram að efnahagstillögur þær sem Samfylking og VG settu gengu ekki upp, að mati velþekktra hagfræðinga. Og eðlilega vill Framsókn fá eitthvað fyrir sinn snúð, þótt meginmálið sé auðvitað að nú þegar verði farið í aðkallandi aðgerðir í þágu fyrirtæka og heimila sem er að blæða út. Hvort ríkisstjórn sem starfa mun í þrjá mánuði tekst slíkt er hins vegar allt önnur saga.


mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband