21.1.2009 | 21:50
Blæðir í froðu
Ríkisstjórninni blæðir í froðu og lífsmagn hennar fjarar út. Ólíklegt er að stjórnin lifi lengi úr þessu enda er áhugi Samfylkingarfólks á áframhaldandi stjórnarsamstarfi sáralítill. Vinstri flokkarnir tveir hafa sömuleiðis fengið byr í seglin til að taka höndum saman um samstarf, eftir tilboð Framsóknarflokks í dag sum að verja minnihlutastjórn þeirra vantrausti, að því tilskyldu að boðað verði til kosninga í apríl nk. Þó tjaldað yrði til fárra nátta í minnihlutastjórn vinstri aflanna kemst hún þó ekki hjá því að leggja fram trúverðuga stefnu um bráðaaðgerðir, í þágu heimila og fyrirtækja. Sömuleiðis verða þeir forystumenn vinstri flokkanna sem fyrir eru á fleti að víkja. Ella er endurreisnin ótrúverðug.
Stjórnarslit fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook