20.1.2009 | 20:43
Dómari í eigin sök!
Mikið óskaplega er nú gott að þjóðin fái þau svör refjalaus að lánveitingar Kaupþings til vildarvina sl. haust hafi verið í stakasta lagi. Engin lög hafi verið brotin og þetta sé bara allt í þessu fína. Sigurður Einarsson fer varla með fleipur. Eða hvað? Í hvert sinn sem bornar hafa verið brigður á að Kaupþingsmenn hafi staðið rétt að málum hafa komið fréttatilkynningar líkar þessari, þar sem lesendur eru beðnir allra þakka verðast að taka ekki mark á fleipri um að þeir séu vondu karlarnir. Mikið vildi ég annars vera í sömu stöðu og Sigurður Einarsson að sagt afdráttarlaust til um lögmæti verka minna. Hver getur annars verið dómari í eigin sök?
Sigurður segir engin lög hafa verið brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook