18.1.2009 | 17:14
Fall er fararheill!
Sigur Sigmundar Davíðs í formannskjöri í Framsóknarflokknum kemur ekki á óvart. Ég var á fundinum í gær sem tíðindamaður þessarar bloggsíðu og fylgdist með erindum formannsefnanna. Ekki fór á milli mála að Sigmundur náði sálinni í salnum og stórir hlutir voru að gerast. Hann talaði beint í hjartastað fólksins. Að sigurinn nú yrði jafn afdráttarlaus og raun ber vitni kemur hins vegar á óvart. Í viðtölum bæði fyrir og eftir þingið hefur Sigmundur mest svarað í almennum frösum, við eigum enn eftir að sjá hvað hann hyggst raunverulega fyrir sem formaður í Framsóknarflokknum. Maðurinn er óskrifað blað. Að vera alsendis saklaus af innanflokksátökum og mistökum síðustu ára er Sigmundi Davíð þó óneitanlega til tekna. Hvað varðar mistökin við talningu í formannskjörinu vildi ég það eitt sagt hafa, að fall er fararheill!
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |