14.1.2009 | 09:19
Hvað dóu margir í nótt?
Í fjölmiðlafræðum gildir sú einfalda regla að fréttir séu frávikið frá hefðinni - þegar fastir liðir eru ekki eins og venjulega. Í þessu ljósi vaknar sú spurning hvert sé raunverulegt fréttagildi þess atburðar sem hér segir frá í viðhengri frétt. Útkall slökkviliðs vegna smábruna þar sem einn er fluttur á sjúkrahús vegna hugsanlegrar reykeitrunar er engin frétt. Ergo: búið var að slökkva eldinn áður en brunaliðið mætti og sá sem á slysadeild fór var kannski með eitrun. Getur málið orðið ómerkilegra? En svona að öðru þar sem fiskur gæti leynst undir steini og frétt sem veigur er í; hvað dóu margir á Landspítalanum í nótt?
Kviknaði í kodda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |