9.1.2009 | 21:13
Fjórþætt velferð
Allt fram á mitt síðasta ár töluðu stjórnendur bankanna og forystumenn viðskiptalífsins fyrir því að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður. Í dag þykir öllum sjálfsagt að sjóðurinn sé áfram rekinn sem sjálfstæð eining, enda er mikilvægið ljóst. Bankarnir höfðu, þegar til átti að taka, ekki nauðsynlegt bolmagn til að annast íbúðalán, sem eru öðrum þræði samfélagslegt verkefni. Hvernig væri fyrir okkur komið hefði sjóðsins ekki notið við? Hrikalegt væri ef húseignir Íslendinga væru almennt fjármagnaðar af gjaldþrota bönkum eða fyrir myndkörfulán sem svo marga sliga í dag. Virtur fasteignasali sagði við mig að hann teldi velferðarkerfi okkar í raun vera fjórþætt; það er skólar, sjúkrastofnanir, Tryggingastofnun og Íbúðalánasjóður. Það er talsvert til í þessu sjónarmiði.
Íbúðalánasjóður lánaði 64,4 milljarða árið 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook